Opnun tilboða

Hringvegur (1) um Kjalarnes 1. áfangi, Varmhólar - Vallá, eftirlit (EES)

27.10.2020

Fyrri opnunarfundur 27. október 2020. Eftirlit með breikkun Hringvegar (1-f5) í 2+1 veg frá Varmhólum að Vallá með hringtorgi við Móa, undirgöngum við Varmhóla og Saltvík auk hliðarvega og stíga. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar, Veitna og Gagnaveitu Reykjavíkur. 

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og bar bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.  Þann 30. október 2020 verður bjóðendum tilkynnt verðtilboð hæfra bjóðenda.

Eftirtaldir aðilar skiluðu inn tilboði innan tilboðsfrests:

Efla hf., Reykjavík
Hnit verkfræðistofa hf., Reykjavík
Lota ehf., Reykjavík
Mannvit, Kópavogi
VSÓ Ráðgjöf ehf., Reykjavík