Opnun tilboða

Hringvegur (1) um Hverfisfljót og Núpsvötn (EES)

13.7.2021

Opnun tilboða 13. júli 2021.  Bygging brúar á Hverfisfljót og Núpsvötn ásamt endurgerð vegakafla beggja vegna.

Hverfisfljót: Verkið felst í byggingu nýrrar 74 m langrar og tvíbreiðrar brúar yfir Hverfisfljót, um 20 m neðan núverandi brúa. Brúin verður verður samverkandi stálbitabrú með steyptu gólfi í þremur höfum. Einnig er innifalin vegagerð til að tengja nýja brú við núverandi vegakerfi. Nýr vegur og ný brú verða í nýju vegstæði á 1,1 km löngum kafla og endurbyggður vegur í núverandi vegstæði á 1,1 km löngum kafla. Nýir vegir verða því um 2,1 km. Einnig verður byggður nýr áningarstaður við Hverfisfljót í stað núverandi áningarstaðar sem hverfur undir nýjan veg.

Núpsvötn:  Verkið felst í byggingu nýrrar 138 m langrar tvíbreiðrar brúar yfir Núpsvötn á Hringvegi (1), ofan núverandi brúarstæðis, auk tengivega við núverandi vegakerfi beggja vegna. Brúin verður eftirspennt steinsteypt brú með steyptu gólfi í fimm höfum. Nýr vegur og ný brú verða í nýju vegstæði á 1,9 km löngum kafla. Einnig verður byggður nýr áningarstaður vestan nýju brúarinnar.

Helstu magntölur eru:

  • Gröftur                                  650 m3
  • Fylling                              86.500 m3
  • Styrktarlag                      22.200 m3
  • Burðarlag                           8.800 m3
  • Tvöföld klæðing              40.400 m2
  • Vegrið                                  1.376 m
  • Mótafletir                            3.900 m2
  • Steypustyrktarjárn        249.000 kg
  • Spennt járnalögn              37.700 kg
  • Steinsteypa                        2.700 m3

Verkinu skal að fullu lokið 15. nóvember 2022.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Íslenskir aðalverktakar hf., Reykjavík 1.671.860.903 117,5 246.244
Eykt, Reykjavík 1.540.716.808 108,3 115.100
Ístak hf., Mosfellsbæ 1.468.108.228 103,2 42.491
ÞG verktakar, Reykjavík 1.425.616.785 100,2 0
Áætlaður verktakakostnaður 1.422.761.000 100,0 -2.856