Opnun tilboða

Hringvegur (1) um Hornafjörð. Eftirlit og ráðgjöf (EES)

2.9.2022

Vegagerðin óskaði eftir tilboðum í eftirlit og ráðgjöf með útboðsverkinu Hringvegur (1) um Hornafjörð. Verkið felst í styttingu Hringvegarins um 12 km með gerð um 19 km langs vegar er kemur til með að liggja yfir norðanverðan Hornafjörð. Verkinu er skipt í fimm verkhluta: 8.01, nýlögn Hringvegar (1) frá stöð 0 rétt vestan Hólmsvegar (9822) að stöð 18760 vestan Dynjandisvegar (9721) ásamt tengivegum og tengingum. 8.02, smíði 52 m langrar brúar á Djúpá. 8.03, smíði 250 m langrar brúar á Hornafjarðarfljót. 8.04, smíði 114 m langrar brúar á Hoffellsá. 8.05, smíði 52 m langrar brúar á Bergá. Verklok eru áætluð í desember 2025.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.

Eftirtaldir aðilar lögðu fram tilboð fyrir lok tilboðsfrests:

   Efla hf., Reykjavík

   Mannvit hf., Kópavogi

   Verkís hf., Reykjavík

 Þriðjudaginn 6. september 2022 verður bjóðendum tilkynnt stigagjöf í hæfnisvali og verðtilboð bjóðenda.