Opnun tilboða

Hringvegur (1): Suðurlandsvegur, Bæjarháls - Hólmsá, hönnun

22.7.2022

Vegagerðin óskaði eftir tilboði í for- og verkhönnun fyrir tvöföldun Hringvegar (1), Suðurlandsvegar frá Bæjarhálsi í Reykjavík að Hólmsá á mörkum Mosfellsbæjar og Kópavogs. Áætlað er að skipta verkinu upp í 5 áfanga en einungis skal for og verkhanna áfanga 1. og 2 (valkost 2). Um er að ræða tvöföldun á um það bil 5,1 km löngum vegarkafla. þá skal hanna hliðarvegi (Vegbrekkur, Hafravatnsvegur) og tengingar (Heiðmörk) ásamt hönnun á heilstæðu stígakerfi fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarendur.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Eftir lok tilboðsfrests, þriðjudaginn 19. júlí 2022, var bjóðendum tilkynnt um nöfn þátttakenda í útboðinu. Föstudaginn 22. júlí 2022 voru verðtilboð bjóðenda opnuð. Allir bjóðendur uppfylltu hæfisskilyrði útboðsins og stóðust hæfnimat opnuð.

Bjóðandi Tilboð kr. Samtals stig fyrir hæfni og verð
Áætlaður verktakakostnaður 300.000.000
Hnit, verkfræðistofa, Reykjavík 218.801.784 83,0
Mannvit, Kópavogi 250.727.044 97,5
Verkís hf., Reykjavík 244.988.000 92,9