Opnun tilboða

Hringvegur (1): Suðurlandsvegur, Bæjarháls - Hólmsá, hönnun

19.7.2022

Vegagerðin, óskaði eftir tilboði í for- og verkhönnun fyrir tvöföldun Hringvegar (1), Suðurlandsvegar frá Bæjarhálsi í Reykjavík að Hólmsá á mörkum Mosfellsbæjar og Kópavogs. Áætlað er að skipta verkinu upp í 5 áfanga en einungis skal for og verkhanna áfanga 1. og 2 (valkost 2). Um er að ræða tvöföldun á um það bil 5,1 km löngum vegarkafla. þá skal hanna hliðarvegi (Vegbrekkur, Hafravatnsvegur) og tengingar (Heiðmörk) ásamt hönnun á heilstæðu stígakerfi fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarendur. Á vegkaflanum eru 3 vegamót við stofn- og tengivegi ásamt tengingum inn á bílastæði og bensínstöð, þá skal hanna nýtt bílastæði austan við bensínstöð.
Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.

Eftirtaldir lögðu fram tilboð fyrir lok tilboðsfrests:

Hnit verkfræðistofa hf., Reykjavík
Mannvit, Kópavogi
Verkís hf., Reykjavík

Föstudaginn 22. júlí 2022 verður bjóðendum tilkynnt stigagjöf í hæfnisvali og verðtilboð bjóðenda.