Opnun tilboða

Hringvegur (1), Skarhólabraut - Langitangi - Eftirlit

26.5.2020

Opnun tilboða 26. maí 2020. Eftirlit með framkvæmdum við Hringveg (1) á milli
Skarhólabrautar og Langatanga.  Verkið felst í að breikka vegsvæðið þ.a. hægt verði að koma fyrir 4 akreinum og aðskilja akstursstefnur með vegriði. Breikkunin innifelur bergskeringar inn í Lágafell auk annarra skeringa. Umframefni skal koma fyrir í hljóðmönum við veginn. Byggja skal hljóðvarnarveggi á steyptum undirstöðum og klæða með sementsbundnum trefjaplötum. Einnig skal byggja biðstöð Strætó með tilheyrandi stígatengingum. Innifalið er einnig allur: frágangur yfirborðs raskaðra svæða, plöntun og gróðursetning, öll nauðsynleg lagnavinna, uppsetning ljósastaura og allar tengingar þeirra. Lengd vegkaflans er um 1.100 m. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Mosfellsbæjar. 

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Verkís hf., Reykjavík 14.508.000 116,1 3.659
Mannvit verkfræðistofa, Kópavogi 12.628.000 101,0 1.779
Áætlaður verktakakostnaður 12.500.000 100,0 1.651
Efla hf., Reykjavík 12.443.460 99,5 1.594
Lota ehf., Reykjavík 12.084.420 96,7 1.235
Hnit verkfræðistofa, Reykjavík 11.578.500 92,6 729
VBV ehf., Kópavogi 10.849.318 86,8 0