Opnun tilboða

Hringvegur (1) Biskupstungnabraut - Hveragerði, Ölfusvegur um Varmá, eftirlit

21.12.2021

Vegagerðin bauð út eftirlit með útboðsverkinu Hringvegur (1) Biskupstungnabraut – Hveragerði, Ölfusvegur um Varmá. Verkið felur í sér eftirlit með nýbyggingu á u.þ.b. 780 m löngum vegkafla á Ölfusvegi og Sunnumörk í Hveragerði og gerð nýrrar brúar á Varmá norðan Suðurlandsvegar og reiðstígs undir brúna.

Verklok framkvæmdarinnar eru áætluð í september 2022.

Val bjóðanda fór fram á grundvelli hæfismats og verðs og bar bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.

Eftir lok tilboðsfrests, þriðjudaginn 14. desember 2021, var bjóðendum tilkynnt um nöfn þátttakenda í útboðinu. Þriðjudaginn 21. desember 2021 var verðtilboð hæfra bjóðenda opnað. Allir bjóðendur uppfylltu hæfisskilyrði útboðsins og stóðust hæfnimat.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Verkís hf., Reykjavík 12.773.970 118,3 2.333
Áætlaður verktakakostnaður 10.800.000 100,0 359
Hnit hf., verkfræðistofa, Reykjavík 10.440.800 96,7 0