Opnun tilboða

Hringvegur (1), Biskupstungnabraut- Hveragerði 1. áfangi - Eftirlit

19.12.2018

Fyrri opnunarfundur tilboða í eftirlit fyrir fyrsta hluta breikkun Hringvegar ásamt gerð nýrra gatnamóta við Vallaveg og Ölfusborgaveg var 18. desember 2018. Heildarlengd kaflans er um 2,5 km. Til framkvæmdanna telst einnig gerð nýrra hliðarvega sem tengjast nýjum vegamótum, annars vegar Ölfusvegar frá Ölfusborgavegi að Hvammsvegi og hins vegar Ásnesvegi frá Vallavegi að Ásnesi. Inni í verkinu er einnig breikkun brúar yfir Varmá og undirgöng austan Varmár fyrir gangandi og ríðandi.

Einnig eru innifaldar breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja sem og nýlagnir og landmótun auk annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að ljúka verkinu

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnisvals og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Lesið var upp hverjir skiluðu inn tilboðum en á síðari opnunarfundi, sem verður miðvikudaginn 2. janúar 2019 kl. 14:15, verða lesin upp stigagjöf bjóðenda í hæfnismati og verðtilboð hæfra bjóðenda opnuð.

Bjóðendur:

  • Verkís hf., Reykjavík
  • Efla, Reykjavík
  • Hnit, Verkfræðistofa, Reykjavík
  • VSÓ Ráðgjöf, Reykjavík