Opnun tilboða

Hólmavík – Endurbygging stálþils 2020

8.4.2020

Tilboð opnuð 7. apríl 2020. Strandabyggð óskaði eftir tilboðum í verkið „Hólmavík – Endurbygging stálþils 2020“.
Helstu verkþættir og magntölur eru:

  •     Reka niður 41 tvöfalda stálþilsplötu af gerð AZ 18-10/10.
  •     Ganga frá stagbita og stögum.
  •     Steypa 10 akkerissplötur.
  •     Steypa um 51 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum.
  •     Jarðvinna, fylla upp fyrir innan þil um 1,300 m³.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. nóvember 2020. Framkvæmdir geta ekki hafist fyrr
en 7. júní 2020.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Og Synir / Ofurtóli ehf., Reykjavík 77.159.950 184,4 34.694
Urð og grjót ehf., 61.973.370 148,1 19.507
Borgarverk ehf., Borgarnesi 52.929.450 126,5 10.463
Ísar ehf., 50.662.700 121,0 8.196
Áætlaður verktakakostnaður 41.854.400 100,0 -612