Opnun tilboða

Djúpivogur – Endurbygging hafskipabryggju 2021

17.8.2021

Opnun tilboða 17. ágúst 2021. Hafnir Múlaþings óskuðu eftir tilboðum í endurbygging hafskipabryggju á Djúpavogi.

Helstu magntölur:

·         Reka niður 140 tvöfaldar stálþilsplötur af gerð AZ13-700.

·         Ganga frá stagbita og stögum.

·         Steypa 54 akkerisplötur.

·         Steypa um 183 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum.

·         Jarðvinna, fylla upp fyrir innan þil um 14.000 m³.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 31. ágúst 2022.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Hagtak hf., Hafnarfirði 324.250.000 133,3 36.874
Ísar ehf., Kópavogi 287.376.000 118,1 0
Áætlaður verktakakostnaður 243.257.200 100,0 -44.119