Opnun tilboða

Bolungarvíkurhöfn – Brjóturinn, endurbygging stálþils 2019

13.6.2019

Tilboð opnuð 12. júní 2019. Hafnarsjóður Bolungarvíkur óskaði eftir tilboðum í endurbyggingu stálþils við Brótinn í Bolungarvíkurhöfn.

Helstu verkþættir eru:

  • ·         Prufurekstur, sprengd eða rippuð rás fyrir þil ef þörf reynist á.
  • ·         Rekstur 78 stálþilsplatna, steypa akkerisplötur, uppsetning staga og festinga og fylling innan við þil.
  • ·         Taka upp fríholt, brjóta og fjarlægja kant með pollum og festihringjum alls um 97 m.
  • ·         Brjóta og fjarlægja steypta þekju. Aftengja og taka upp raf-, og vatnslagnir.
  • ·         Leggja vatnslagnir í bryggjuna og ídráttarrör fyrir rafstrengi
  • ·         Steypa kantbita með pollum, uppsetningu á stigum og fríholtum.
  • ·         Fylla í skarð milli gamla stálþils og grjótgarðs norðaustan við stálþilið.
  • ·         Taka upp núverandi grjótvörn og endurraða grjótvörn utan á nýja fyllinguna.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. nóvember 2019.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Kuppur ehf., Ísafirði 194.031.212 149,0 94.653
Hagtak hf., Hafnarfirði 152.500.000 117,1 53.121
Lárus Einarsson ehf., Reykjanesbæ 135.268.450 103,9 35.890
Köfunarþjónusta Sigurðar og Bryggjuverk, Reykjanesbæ 132.382.220 101,7 33.004
Áætlaður verktakakostnaður 130.199.500 100,0 30.821
Ísar ehf., Kópavogi 99.378.700 76,3 0