Opnun tilboða

Bíldudalshöfn – Steypt þekja, lagnir og raforkuvirki 2021

13.7.2021

Opnun tilboða 13. júlí 2021. Hafnarsjóður Vesturbyggðar óskaði eftir tilboðum í verkið „Bíldudalshöfn – Steypt þekja, lagnir og raforkuvirki 2021“.

Helstu verkþættir eru:

·         Steypa upp vatns- rafbúnaðarhús.

·         Leggja ídráttarrör.

·         Leggja vatns- og frárennslislagnir.

·         Grófjafna yfirborð og þjappa, fínjafna undir steypu.

·         Slá upp mótum, járnbinda og steypa þekju, alls um 2445 m2.

·         Raforkuvirki.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. júní 2022.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Geirnaglinn ehf., Ísafirði 163.358.017 126,7 0
Áætlaður verktakakostnaður 128.936.800 100,0 -34.421