Opnun tilboða

Bíldudalshöfn – Raforkuvirki 2022

12.4.2022

Opnun tilboða 12. apríl 2022. Hafnarsjóður Vesturbyggðar óskaði eftir tilboðum í verkið „Bíldudalshöfn – Raforkuvirki 2022“.

 Helstu verkþættir eru:

·         Ídráttur strengja, samtenging strengja í lagnabrunni og uppsetning og tenging rafbúnaðar.

·         Uppsetning og tenging aðaltöflu.

·         Frárif á núverandi búnaður sem verður aflagður.

·         Uppsetning og tenging masturs- og stigaljósa.

·         Lagningu raflagna í masturshúsi.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 31. ágúst 2022.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Rafal ehf., Hafnarfirði 39.881.294 163,5 0
Áætlaður verktakakostnaður 24.397.160 100,0 -15.484