Opnun tilboða

Bíldudalshöfn: Grjótgarður og útrás

3.11.2020

Tilboð opnuð 3. nóvember 2020. Hafnasjóður Vesturbyggðar óskaði eftir tilboðum í byggingu grjótgarðs og lagningu útrásar. Verkið felst í fyllingu undir og gerð grjótgarðs, vegna landfyllingar austan við núverandi höfn í Bíldudal. Verkið felst einnig í lagningu nýrrar útrásar fyrir fráveitu og tengingu inn á núverandi fráveitulögn ásamt útrásarbrunni.

Helstu magntölur:

·         Fylling undir grjótgarð 15.000 m³.

·         Útlögn grjóts og sprengds kjarna um 14.500 m3.

·         Endurnýting grjóts 4.500 m³

·         Lagning um 180 m útrásar, í gegnum garð og svo með steyptum sökkum

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. apríl 2021.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
JG vélar ehf., Reykjavík 139.027.000 135,5 28.636
Lás ehf., Bíldudal 122.009.200 118,9 11.619
Allt í járnum ehf., Tálknafirði 110.390.700 107,6 0
Áætlaður verktakakostnaður 102.629.000 100,0 -7.762