Opnun tilboða

Bakkafjörður, endurbygging brimvarnar 2020

6.10.2020

Opnun tilboða 6. október 2020. Hafnarstjórn Langaneshafna óskaði eftir tilboðum í endurbyggingu brimvarnar á Bakkafirði.  Endurbyggja og styrkja skal grjótkápu brimvarnar sem umlykur smábátahöfnina á Bakkafirði. Verkið felst í vinnslu grjóts í grjótnámu á Kolbeinstanga við Vopnafjörð, flutning efnis að garðstæði og endurbyggingu grjótkápu brimvarnar.

Helstu magntölur:

       Vinnsla grjóts í námu og útlögn 3.066 m³.

 Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. maí  2021.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Þ.S.Verktakar ehf., Egilsstöðum 55.867.960 146,0 15.437
Héraðsverk ehf., Egilsstöðum 45.975.500 120,1 5.544
Jgvélar ehf., Reykjavík 40.699.000 106,3 268
Ístrukkur ehf., Núpi 40.431.068 105,6 0
Áætlaður verktakakostnaður 38.270.200 100,0 -2.161