Opnun tilboða

Arnarnesvegur (411), undirgöng á Arnarneshæð

30.3.2022

Opnun tilboða 29. mars 2022. Vegagerðin og Garðabær buðu út gerð undirganga undir Arnarnesveg fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Núverandi göngu- og hjólastígur beggja vegna Arnarnesvegar verður lagfærður og lagður í undirgöng undir veginn. Gatnamót yfir undirgöngum verða jafnframt lagfærð, beygjureinum breytt og gönguleiðir uppfærðar. Hluti af framkvæmdinni er einnig gerð bráðabirgða vega og stíga fyrir umferð akandi, gangandi og hjólandi á framkvæmdatíma. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Garðabæjar.
Helstu magntölur eru:

  • Gröftur  10.000 m3
  • Bergskering  6.400 m3
  • Fyllingar  2.000 m3
  • Járnbending  119.000 kg.
  • Steypa  880 m3
  • Malbikun  2.000 m2
  • Vegrið  370 m
  • Ljósabúnaður og staurar  77. stk.
  • Stólpar og undirstöður umferðarljósa 14. stk.

Verkinu skal að fullu lokið 31. maí 2023.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Íslenskir aðalverktakar hf.,
Reykjavík
645.980.146 149,2 181.980
Óskatak ehf., Kópavogi 530.809.800 122,6 66.810
Ístak hf., Mosfellsbæ 523.501.137 120,9 59.501
D.Ing - verk ehf., Garðabæ 478.749.300 110,6 14.749
Nýbyggð ehf., Reykjavík 467.444.100 108,0 3.444
Bjössi ehf., Kópavogi 464.000.000 107,2 0
Áætlaður verktakakostnaður 432.851.000 100,0 -31.149