Opnun tilboða

Arnarnesvegur (411), undirgöng á Arnarneshæð

1.3.2022

Vegagerðin og Garðabær bjóða hér með út gerð undirganga undir Arnarnesveg fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Núverandi göngu- og hjólastígur beggja vegna Arnarnesvegar verður lagfærður og lagður í undirgöng undir veginn. Gatnamót yfir undirgöngum verða jafnframt lagfærð, beygjureinum breytt og gönguleiðir uppfærðar. Hluti af framkvæmdinni er einnig gerð bráðabirgða vega og stíga fyrir umferð akandi, gangandi og hjólandi á framkvæmdatíma. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Garðabæjar.


Helstu magntölur eru:

  • Gröftur  10.000 m3
  • Bergskering  6.400 m3
  • Fyllingar  2.000 m3
  • Járnbending  119.000 kg.
  • Steypa  880 m3
  • Malbikun  2.000 m2
  • Vegrið  370 m
  • Ljósabúnaður og staurar  77. stk.
  • Stólpar og undirstöður umferðarljósa 14. stk.

Verkinu skal að fullu lokið 31. nóvember 2022.


Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús. kr.
Berg Verktakar 535.660.500 130,4 0
Áætlaður verktakakostnaður 410.799.400 100,0 -124.861