Opnun tilboða

Arnarnesvegur (411), Reykjanesbraut- Fífuhvammsvegur: Göngubrú, stálvirki

23.5.2017

Tilboð opnuð 23. maí 2017. Gerð göngubrúar yfir Arnarnesveg. Um er að ræða smíði og uppsetningu á 47 m langri göngubrú. Smíða skal allt stálvirki, ryðverja það og setja gólfefni á brúargólf. Þá skal smíða og ganga frá handriði utan brúar og ganga frá lýsingu brúarinnar. Búið er að steypa undirstöður brúar, súlur og endastöpla, sem hún verður reist á.

Helstu magntölur eru:

  • Stálsmíði                     29.500 kg
  • Önnur stálvirki             3.360 kg
  • Stálvirki málun              664 m2
  • Stálvirki slitgólf             155 m2
  • Handrið                             24 m

Verkinu skal vera að fullu lokið 1. október 2017.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Vörðufell ehf., Selfossi 127.948.952 150,5 70.180
Vélsmiðjan Orri ehf., Mosfellsbæ 122.927.720 144,6 65.158
Ístak hf., Mosfellsbæ 92.989.181 109,4 35.220
Áætlaður verktakakostnaður 85.000.000 100,0 27.231
Munck á Íslandi, Kópavogi 57.769.263 68,0 0