Opnun tilboða

Akureyri – Torfunefsbryggja, endurbygging stálþils 2022

26.7.2022

Opnun tilboða 26. júlí 2022. Hafnasamlag Norðurlands óskaði eftir tilboðum í verkið „Akureyri – Torfunefsbryggja, endurbygging stálþils 2022“. 

Helstu verkþættir eru:

·         Fylla framan við núverandi stálþil, 23.000 m3.

·         Rif á þekju steyptri þekju og kantbita, 1.200 m2.

·         Rif á furubryggju við enda Torfunefsbryggju.

·         Reka niður 117 stk. Tvöfaldar stálþilsplötur af gerðinni AZ14-770 og AZ12-770 fyrir bakþil.

·         Reka niður 151 stk. tvöfaldar stálþilsplötur af gerðinni AZ14-770 10/10 og ganga frá stögum og stagbitum.

·         Steypa um 234 m langan kantbita með pollum, kanttré og stigum.

·         Brjóta og fjarlægja kant, polla og þekju á núverandi bryggju.

·         Reka niður 146 tvöfaldar stálþilsplötur af gerð AZ 22-800 og eina einfalda sömu gerðar

·         Steypa 62 akkerisplötur og uppsetning staga.

·         Steypa um 230 m langan kantbita með pollum og setja upp kanttré, stiga og þybbur.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júní 2023.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Árni Helgason ehf., Ólafsfirði 287.709.680 139,5 0
Áætlaður verktakakostnaður 206.274.000 100,0 -81.436