Opnun tilboða

Akureyri – Tangabryggja lenging til suðurs 2019

15.1.2019

Tilboð opnuð 18. desember 2018. Hafnasamlag Norðurlands óskaði eftir tilboðum í ofangreint verk.

Helstu verkþættir og magntölur eru:

  • ·         Steypa 51 ankersplötur.
  • ·         Niðurtekt á grindarmastri, 12 m.
  • ·         Upptekt á grjótvörn, um 900 m3.
  • ·         Dýpkun framan við nýja stálþilslínu niður í kóta -6,0, um 4.000 m3.
  • ·         Niðurrif á Sverrisbryggju framan Bústólpa.
  • ·         Niðurrif og uppsetning fjögurra stormpolla.
  • ·         Reka niður 128 tvöfaldar stálþilsplötur af gerð AZ32 -750 og ganga frá stagbitum og stögum.
  • ·         Rekstur á 21 tvöfaldar stálþilsplötur af gerðinni AZ20-700 sem bakþil.
  • ·         Jarðvinna, fylla upp fyrir innan þil um 6.000 m³.
  • ·         Steypa um 216 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum.

Stálþilsrekstri skal lokið fyrir 1.maí 2019  og verkinu í heild eigi síðar en 1. júlí 2019.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Köfunarþjónusta Sigurðar ehf., Reykjanesbæ  195.859.100 112,0 27.442
Áætlaður verktakakostnaður 174.886.400 100,0 6.469
Árni Helgason ehf., Ólafsfirði 168.417.500 96,3 0