Auglýst útboð

Yfirlagnir á Vestursvæði 2020-2021, klæðing (EES útboð)

26.12.2019

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í yfirlagnir á Vestursvæði 2020-2021, klæðing

Helstu magntölur fyrir hvort ár eru::

                Yfirlögn með einföldu lagi klæðingar:         330.000 m2

                Yfirlögn með kílingu:                                        66.000 m2

                Flutningur steinefna:                                          4.900 m3

                Flutningur bindiefna:                                             560 m3

Verki skal að fullu lokið 1. september ár hvort.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með fimmtudeginum  26. desember 2019 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 28. janúar 2020. 

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.

Útboðið er einnig auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign