Auglýst útboð

Varnargarður í Jökulsá á Fjöllum við Skjálftavatn í Kelduhverfi

17.9.2018

Vegagerðin fyrir hönd Landgræðslu ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð varnargarðs í Jökulsá á Fjöllum við Skjálftavatn í Kelduhverfi. Varnargarðurinn er 430 m langur og er tilgangur hans að verja vesturbakka árinnar fyrir landbroti.

Helstu magntölur eru:

  • Grjót                4500 m3
  • Möl (síulag)    1500 m3
  • Fylling             6700 m3

Verkinu skal að fullu lokið 1. mars 2019.

Útboðsgögnin eru seld í hjá Vegagerðinni Miðhúsavegi 1 á Akureyri og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og  með mánudeginum 17. september 2018. Verð útboðsgagna er 2.000 kr.

Skila skal tilboðum á sömu staði fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 2. október 2018 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.