Auglýst útboð

Reykjanesbraut (41), Kaldárselsvegur-Krýsuvíkurvegur - Eftirlit (EES-útboð)

20.2.2019

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í eftirlit fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnafirði milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Auk þess eru innifalið í útboðinu eftirlit með gerð nýrrar vegbrúar yfir Strandgötu, gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut við Ásland og Þorlákstún ásamt gerð umfangsmikilla hljóðvarna við Reykjanesbraut eins og verkinu er lýst í útboðsgögnum verkframkvæmdar. Heildarlengd kaflans er um 3,2 km. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar og veitufyrirtækja.

Verkið er boðið út á hinu evrópska efnahagssvæðinu (EES). Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnisvals og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Útboðsgögn verða seld á minnislyklum hjá Vegagerðinni Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka), frá og með þriðjudeginum 19. febrúar 2019. Verð útboðsgagna er 2.000 kr.

Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 26. mars  2019 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag og lesið upp hverjir hafa skilað inn tilboðum.

Síðari opnunarfundur verður á sama stað þriðjudaginn 2. apríl 2019 kl. 14:15 þar sem lesin verður upp stigagjöf bjóðenda í hæfnismati og verðtilboð hæfra bjóðenda opnuð.