Auglýst útboð

Ísafjarðarhöfn – Sundabakki, þekja og lagnir

17.4.2023

Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við Sundabakka í Ísafjarðarhöfn.

Helstu verkþættir eru:
  • Steypa upp 2 stk. rafbúnaðarhús og 4 stk. stöpla undir ljósamöstur, 4 stk. tengibrunna
    fyrir tengla og vatnshana og 2 stk. tengibrunna fyrir skipatengingar
  • Leggja ídráttarrör fyrir rafmagn
  • Leggja vatnslögn og koma fyrir vatnsbrunnum
  • Grófjafna yfirborð og þjappa, fínjafna síðan undir steypu.
  • Slá upp mótum, járnbinda og steypa þekju, alls um 6.300 m²
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. september 2024.

Útboðsgögnin eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með mánudeginum 17 apríl 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 2. maí 2023

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og heildartilboðsfjárhæðir. 

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign