Auglýst útboð

Hringvegur (1) um Ölfusá, alútboð

3.3.2023

Vegagerðin óskar eftir þátttakendum í samkeppnisútboði byggingar nýrrar brúar á Ölfusá ásamt aðliggjandi vegum, vegamótum, brúm og undirgöngum. Um er að ræða samkeppnisútboð á grundvelli laga um opinber innkaup þar sem beitt verður hæfismiðuðu vali og þeim fyrirtækjum boðið til þátttöku sem metin verð hæf á grundvelli útboðsauglýsingar.

Um er að ræða hönnun, framkvæmd og fjármögnun á framkvæmdatíma.

Verkefnið felst í byggingu nýs 3,7 km Hringvegar, nýrrar 330 m langrar stagbrúar á Ölfusá, um 1 km af öðrum tveggja akreina vegum, nýjum vegamótum við Hringveg austan Selfoss, undirgöngum undir Hringveg fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Einnig er gert ráð fyrir lögnum veitufyrirtækja.

Útboðsauglýsingin er aðgengileg og afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign  frá og með föstudeginum 3. mars 2023  og skal umsóknum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn  18. apríl 2023*. 

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu.  

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

*Við birtingu auglýsingarinnar var tilboðsfrestur til 5. apríl 2023. Ákveðið hefur verið að lengja tilboðsfrestinn til 18. apríl og breytast aðrar lykildagsetningar útboðsins í samræmi við það.