Auglýst útboð

Hreinsun þjóðvega í Reykjavík og Hvalfjarðargöngum 2023-2025

7.4.2023

Vegagerðin býður hér með út hreinsun þjóðvega í Reykjavík og Hvalfjarðargöngum árin 2023-
2025. Verkið felur í sér sópun meðfram kantsteinum, þvott á gatnamótum og tilheyrandi umferðareyjum, hreinsun svæða meðfram þjóðvegum ásamt þvotti á Hvalfjarðargöngum með vélsópum, vatnsbílum, sugum og öðrum tækjum sem henta þykir. Heimild er til framlengingar samnings í allt að tvö ár með samþykki beggja aðila, eitt ár í senn.

Helstu magntölur á ári fyrir þjóðvegi í Reykjavík eru:

  •  Sópun meðfram kantsteinum 544.024 m
  •  Þvottur á gatnamótum og umferðareyjum 13.840 m2
  •  Sérverkefni, viðbótarverk, götusópur 30 klst.
  •  Sérverkefni, viðbótarverk, vatnsbíll 30 klst.
  •  Sérverkefni og viðbótarverk, ryksugubíll 30 klst.
  •  Sérverkefni og viðbótarverk, fylgdarbíll 30 klst.
  •  Ruslahreinsun meðfram þjóðvegum 13 stk.
Helstu magntölur á ári fyrir Hvalfjarðargöng eru:
  •  Sópun meðfram kantsteinum 138.240 m
  •  Hvalfjarðagöng, hálfþvottur 2 stk.
  •  Hvalfjarðargöng, heilþvottur 1 stk.

Verkinu skal að fullu lokið 15. mars 2025.

Útboðsgögnin eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með föstudeginum 7. apríl 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 9. maí 2023

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og heildartilboðsfjárhæðir. 

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign