Auglýst útboð

Brú yfir Fossvog, hönnunarsamkeppni – forval

19.11.2019

Vegagerðin, Kópavogsbær og Reykjavíkurborg óska eftir ráðgjöfum til að taka þátt í samkeppni um hönnun brúar yfir Fossvog.

Um er að ræða opið forval þar sem valin verða 5 hönnunarteymi til að taka þátt í samkeppni á grundvelli hæfni og fyrri reynslu.

Forvalið nefnist:

Brú yfir Fossvog, hönnunarsamkeppni - forval

Forvalsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með mánudeginum  18. nóvember  2019 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 12:00 föstudaginn 20. desember2019.  

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í forvalinu.

Forvalið er jafnframt auglýst á evrópska efnahagssvæðinu. 

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.