Auglýst útboð

Arnarnesvegur (411), Rjúpnavegur - Breiðholtsbraut. Hönnun (EES)

15.3.2021

Vegagerðin óskar eftir tilboði í for- og verkhönnun Arnarnesvegar (411-07) milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar.  Um er að ræða 3. áfanga Arnarnesvegar, um 1,9 km nýjan vegkafla milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar. Einnig skal hanna brú yfir Breiðholtsbraut fyrir bíla og gangandi og hjólandi, ljósastýrð vegamót við Breiðholtsbraut, hringtorg við Rjúpnaveg, hringtorg við Vatnsendahvarf, undirgöng undir nýjan Arnarnesveg, brú fyrir gangandi og hjólandi yfir nýjan Arnarnesveg, ásamt stígum fyrir hjólandi og gangandi meðfram Arnarnesvegi og inn í Elliðaárdal. Einnig er innifalin hönnun nýrrar brúar fyrir gangandi og hjólandi yfir Elliðaár við Dimmu. 

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.

Verkinu skal lokið 1. desember 2021. 

Útboðsgögn eru aðgengileg og afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með mánudeginum 15. mars 2021  og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 13. apríl 2021. 

Ekki verður haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu.  Þriðjudaginn 20. apríl 2021 verður bjóðendum tilkynnt stigagjöf í hæfnisvali og verðtilboð hæfra bjóðenda.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.