Auglýst útboð

Akranesvegur(509): Faxabraut, hækkun vegar og rofvörn - Eftirlit

4.5.2020

Vegagerðin býður hér með út umsjón og eftirlit með endurgerð á Faxabraut við Langasand ásamt grjótvörn og lagnagerð. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Akraneskaupstaðar og veitufyrirtækja.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnisvals og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með þriðjudeginum  5. maí 2020  og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn  19. maí 2020. 

Ekki verður haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um
nöfn bjóðenda í útboðinu. Föstudaginn 22. maí 2020 verður bjóðendum tilkynnt verðtilboð hæfra bjóðenda.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign