Auglýst útboð

Áætlunarflug á Íslandi – Sérleyfi fyrir Vegagerðina

28.10.2021

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í rekstur á áætlunarflugi á Íslandi - Sérleyfi fyrir Vegagerðina á eftirtöldum flugleiðum: 

  1. Akureyri – Grímsey – Akureyri
  2. Akureyri – Vopnafjörður – Þórshöfn - Akureyri 

Endurgreiðslu kostnaðar sem af rekstri í áætlunarflugi leiðir að frádregnum tekjum, þ.e. að annast áætlunarflug með farþega og vörur til og frá Grímsey, Vopnafirði og Þórshöfn, fer samkvæmt nánari skilgreiningu í útboðslýsingu. 

Bjóðandi skal leggja til farþegaflugvél og/eða farþegaflugvélar með tveim fjölstjórna hverfihreyflum, sem geta tekið að lágmarki 6 farþega og 600 kg arðhleðslu.

Gerð er krafa um að bjóðandi bjóði í báðar flugleiðirnar.  Óskað er eftir tilboði/einingaverði fyrir hverja hringferð í áætlunarflugi í flugleiðir (F1) og (F2) auk heildartilboðsfjárhæðar í flugleiðir (F1) og (F2)

Kaupandi áskilur sér rétt til magnbreytinga (fjölda flugferða) á samningstíma.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með fimmtudeginum 28. október 2021 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 7. desember 2021.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.