Kynningargögn

Öskjuleið (F88) um Lindaá

30.6.2006

Undanfarin ár hefur Jökulsá á Fjöllum lagst til vesturs að Lindahrauni nyrst í Herðubreiðarlindum. Áin hefur með þessu skemmt það svæði sem fjallvegur F88 hefur legið um og bendir flest til þess að áin haldi áfram að leggjast vestur að Lindahrauni.

Árið 2000 olli Jökulsá miklu landrofi nyrst í Herðubreiðarlindum. Hreif áin með sér rútu með 14 manns og lá við stórslysi. Eftir þetta atvik var lögð ný slóð sunnar og hefur þurft að færa vaðið einu sinni eftir það. Nú er svo komið að Jökulsá er farin að valda vandræðum á þeim stað sem vaðið er nú.

  

Öskjuleið (F88) um Lindaá  1,5 MB