Kynningargögn

Uxahryggjavegur, Þjóðgarðsmörk - Tröllháls

13.1.2005

Vegagerðin er með skýrslu þessari að kynna vegaframkvæmd á Suðurlandi, Uxahryggjarvegi, vegnúmer 52, í Bláskógabyggð í Árnessýslu. Á árunum 2003 til 2005 er fyrirhugað að endurbyggja Uxahryggjarveg frá Smjörbrekkum að Tröllhálsi. Framkvæmdin er samtals 5 km löng og liggur að mestu innan núverandi vegsvæðis, hér er þó tekinn til kynningar um 6,5 km vegarkafli, eða alveg að þjóðgarðsmörkunum. Um 0,5 km liggur utan núverandi vegsvæðis og telst nýbygging, er þó aldrei meira en 50 m frá núverandi vegi. Helst er það um Smjörbrekkurnar (sem einnig er nefnt Meyjarsæti, sem þó í raun er enn eldri vegur og liggur enn norðar) að verulegt um rót muni eiga sér stað, en slíkt er óhjákvæmilegt m.v. að minnka veghallann úr 18% í 12%.

Áætluð efnisþörf í veginn er í kringum 140.000 m3. Efni í veginn verður tekið úr vegskeringum og úr 2 nýjum námum í nágrenni vegarins. Framkvæmdin telst ekki matsskyld skv. lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.

Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi fremur lítil umhverfisáhrif nema hvað varðar umferðaröryggi vegfarenda.

Kynningarskýrsla Skýrsla
Uxahryggjarvegur - Grunnmynd 1 Teikning 1 (Grunnmynd 1 af 4)
Uxahryggjarvegur - Grunnmynd 2 Teikning 2 (Grunnmynd 2 af 4)
Uxahryggjarvegur - Grunnmynd 3 Teikning 3 (Grunnmynd 3 af 4)
Uxahryggjarvegur - Grunnmynd 4 Teikning 3 (Grunnmynd 4 af 4)