Frummatsskýrslur
  • Suðurlandsvegur
    Suðurlandsvegur

Suðurlandsvegur frá Hólmsá ofan Reykjavíkur að Hveragerði

Frummatsskýrsla

2.3.2009

Vegagerðin hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um Suðurlandsveg frá Hólmsá ofan Reykjavíkur að Hveragerði.

Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 3. mars til 15. apríl 2009 á eftirtöldum stöðum: Á bæjarskrifstofum í Hveragerði, Kópavogi, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Sveitarfélaginu Ölfusi og á þjónustustöð Olís á Norðlingaholti við Suðurlandsveg í Reykjavík, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun.

Framkvæmdin verður kynnt með opnu húsi á eftirtöldum stöðum:
Ráðhúskaffi í Þorlákshöfn 10. mars kl 17-19
Ráðhúsinu í Hveragerði 11. mars kl 17-19
Þjónustumiðstöð Olís á Norðlingaholti við Suðurlandsveg í Reykjavík 12. mars kl 16-19

Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 15. apríl 2009 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum.

Frummatsskýrsla

Kort (PDF 20 MB)

Sérfræðiskýrslur:

1 - Fornleifar

2 - Fuglar

3 - Gróður  (PDF 43 MB)

4 - Hljóð

5 - Mengunarvarnir

6 - Umferðaröryggi

7 - Vatnalíf