Frummatsskýrslur
  • Bakkafjara
    Bakkafjara
    Mynd tekin úr Bakkafjöru, séð til Vestmannaeyja

Landeyjahöfn (Bakkafjöruhöfn), Bakkafjöruvegur og tengdar framkvæmdir

Frummatsskýrsla

20.3.2008

Vegagerðin og Siglingastofnun kynna hér frummatsskýrslu fyrir byggingu Landeyjahafnar (Bakkafjöruhafnar), vegtengingar að höfninni og efnistöku vegna framkvæmda á Seljalandsheiði og úr Markarfljótsaurum.

Framkvæmdaaðilar eru Vegagerðin og Siglingastofnun. Undirbúningur miðast við að framkvæmdir geti hafist árið 2008 og að höfnin verði tekin í notkun árið 2010.

Tilgangur og markmið framkvæmdanna er að bæta almenningssamgöngur milli Vestmannaeyja og fastalandsins. Ferðatími milli lands og Vestmannaeyja á sjó styttist úr 2:45 klst. í 30 mín.

Vegalengdin sem farin er á sjó styttist úr 74 km í 13 km. Ferðatíðni ferju eykst úr 2 ferðum á dag í 3 – 6 ferðir. Auk þess eykst svigrúm til að fjölga ferðum vegna hins stutta siglingatíma.

Ferjuhöfnin verður byggð vestan ósa Markarfljóts. Byggðir verði tveir 600 m langir bogadregnir brimvarnargarðar úr grjóti. Garðarnir koma til með að liggja frá landi og ná út á um 7 m dýpi. Til að valda sem minnstri röskun á straumum og sandburði með ströndinni er gert ráð fyrir að byggja báða garðana samtímis. Með því er komið í veg fyrir að efni safnist upp í höfninni sem síðan þarf að fjarlægja.

Byggt verður um 200 m2 þjónustuhús þar sem biðsalur verður fyrir farþega, afgreiðsla, salerni o.fl. Sjóvarnargarðar verða byggðir í kringum höfnina til að mynda skjól fyrir sandfoki og sjávarágangi. Garðarnir verða byggðir bæði til austurs og vesturs frá höfninni og er gert ráð fyrir því að heildarlengd garðanna verði um 3 km. Talsverðir efnisflutningar eru í sjónum á þessu svæði, m.a. vegna framburðar úr Markarfljóti. Staðsetning hafnarmynnis er ákvörðuð meðal annars til að lágmarka efnisburð inn um hafnarmynnið.

Vegagerðin leggur fram einn megin valkost til skoðunar í mati á umhverfisáhrifum. Um er að ræða nýlagningu vegar meðfram vesturbökkum Markarfljóts, Bakkafjöruvegur (254), ásamt tengivegi frá Bakkaflugvelli. Vegurinn verður stofnvegur af vegtegund B3, með heildarbreidd 8,5 m og bundnu slitlagi. Hönnunarhraði vegarins verður 90 km/klst. og verður vegurinn hannaður fyrir 11,5 tonna öxulþunga. Veglína Bakkafjöruvegar liggur á mörkum Brúnatanga og Tjarnaness í vestri og Markarfljóts í austri og er um 11,8 km löng. Jafnframt er gert ráð fyrir 3 km löngum tengivegi frá núverandi vegakerfi í neðanverðum Landeyjum skammt frá Bakkaflugvelli að Bakkafjöruvegi. Tengivegurinn verður af vegtegund C1, heildarbreidd 7,5 m og með bundnu slitlagi.

Frestur almennings til að skila athugasemdum við skýrsluna er til 7. maí 2008.
Athugasemdir eða ábendingar skal senda skriflega til Skipulagsstofnunar með bréfi, símbréfi eða tölvupósti.

Frummatsskýrsla - Samantekt (PDF 209 KB)

Frummatsskýrsla (PDF 3,1 MB)

Kort 1 - Yfirlitskort yfir framkvæmdasvæði og nærsveitir (PDF 741 KB)

Kort 2 - Yfirlitskort framkvæmda (PDF 937 KB)

Kort 3 - Landgræðsla (PDF 645 KB)

Kort 4 - Framkvæmdakostir veglína (PDF 2,3 MB)

Kort 5 - Veglínur - tillaga 1 og 2 (PDF 2,3 MB)

Kort 6 - Námur vegna hafnar (PDF 822 KB)

Kort 7 - Staðsetning náma (PDF 2,3 MB)

Kort 8 - Aðalskipulag Rangárþings Eystra 2003 - 2015 (PDF 310 KB)

Kort 9 - Jarðfræði og jarðmyndanir (PDF 630 KB)

Kort 10 - Landslagsheildir (PDF 325 KB)

Kort 11 - Fornminjar i Austur-Landeyjum (PDF 2,3 MB)

Kort 12 - Fornminjar á Hamragarðaheiði (PDF 801 KB)

Kort 13 - Vatnalíf og vatnafar (PDF 2,2, MB)

Kort 14 - Kaflaskipting vegna lýsingar á gróðri (PDF 180 KB)

Kort 15 - Gróðurfar með veglínum Bakkafjöruvegar (tillaga 1 og 2) (PDF 357 KB)

Kort 16 - Gróður við efnistökusvæði á Seljalandsheiði (PDF 252 KB)

Kort 17 - Gróðurfar - Yfirlitskort (PDF 650 KB)

Mynd 1 - Kort af ferjuhöfn - afstöðumynd (PDF 122 KB)

Mynd 2 - Þrívíddarmyndir af ferjuhöfn (PDF 320 KB)

Mynd 3 - Brimvarnargarðar, þversnið (PDF 268 KB)

Mynd 4 - Yfirlitsmynd yfir námusvæði á Seljalandsheiði (PDF 146 KB)

Mynd 5 - Útsýni af sandi (PDF 326 KB)

Gróðurfar og fuglalíf (PDF 4,3 MB)

Fornleifaskráning vegna vegslóða á Hamragarðaheiði (PDF 2,8 MB)

Fornleifaskráning vegna ferjuhafnar í Bakkafjöru (PDF 2,2 MB)

Fornleifaskráning vegna ferjuhafnar í Bakkafjöru - Viðauki (PDF 400 KB)

Vatnalífsrannsóknir - Skýrsla Veiðimálastofnunar (PDF 681 KB)

Bakkafjara Ferry Port Review (PDF 63 KB)

Ferjuhöfn í Bakkafjöru - Skýrsla stýrihóps um hafnargerð í Bakkafjöru (PDF 1,1 MB)

Bakkafjara - Sediment Transport and Morphology - Phase 2 - Final Report (PDF 8 MB)

Bakkafjöruhöfn - Grjótnámskönnun 2006 (PDF 2,5 MB)

Risk assessment of ferry Bakkafjara - Vestmannaeyjar - Skýrsla Det Norske Veritas (PDF 347 KB)

Framkvæmda- og kostnaðaráætlun fyrir landgræðslu á Landeyjasandi (m. viðaukum) (PDF 3,1 MB)

Áhrif ferju um Bakkafjöruhöfn á samfélag og byggð í Vestmannaeyjum og á öðrum svæðum Suðurlands (PDF 1,4 MB)

Ferjuhöfn við Bakkafjöru - Áfangaskýrsla um rannsóknir og tillögur (PDF 8,2 MB)

Bakkafjöruhöfn - hnappur