Frummatsskýrslur
  • Framkvæmdamynd
    Mynd-Sudurlansdvegur-B-minni

Breikkun Suðurlandsvegar (1) frá Bæjarhálsi að Hólmsá - frummatsskýrsla

4.5.2022

Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ, áformar að tvöfalda Suðurlandsveg (Hringveg 1) frá vegamótum við Bæjarháls að Hólmsá ofan Reykjavíkur. Lagður verður 2 + 2 vegur og tengingum fækkað frá því sem nú er ásamt því að gerðir verða nýir reið-, hjóla- og göngustígar.  

Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi allra ferðamáta og tryggja greiðari umferð um Suðurlandsveg með því að aðskilja akstursstefnur. Lagt er upp með að framkvæmt verði í allt að fimm áföngum.  

Fyrstu tveir áfangarnir lúta að breikkun vegarins og stígagerð en fyrirhugað er að bjóða út hönnun þeirra á næstunni. Í áföngum þrjú til fimm felst gerð mislægra vegamóta en hönnun og framkvæmd þeirra er ótímasett. 

Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum ofangreindrar framkvæmdar, sem unnin er í samvinnu við Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ. 

Kynningartími frummatsskýrslu er til 16. maí 2022. 

Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. 

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 16. maí 2022 til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is 

Vakin er athygli á að niðurstöður umhverfismatsins voru kynntar af hálfu framkvæmdaraðila þann 27. apríl kl. 17-19 í Norðlingaskóla. 

Streymi kynningarfundar  

Einnig hefur verið unnið myndband sem sýnir vel fyrirhugaðar framkvæmdir 

Myndbandið