Skýringar á færðarkortum

Benditexti: Benditexti fyrir upplýsingar um t.d. færðarskráningu.

Benditexti inniheldur m.a. upplýsingar um færðarskráningu og þjónustutíma. Einnig má sjá í benditexta upplýsingar um heiti veðurstöðvar og tímasetningu nýjustu upplýsinga frá stöðinni. Þá má sjá í benditexta upplýsingar um lokun á ákveðnum stað á vegakerfinu, upplýsingar um vegavinnu o.fl.

Frekari upplýsingar um benditexta á færðarkortum Vegagerðarinnar er að finna hér á vefnum .
Veðurstöð / umferðarteljari: Reitur fyrir upplýsingar frá veðurstöð og umferðarteljara.

Efri línan inniheldur upplýsingar um hita, vindstyrk og vindátt.  Fyrsta talan er hitastig.  Næsta tala er vindstyrkur.  Ef vindhviður ná 15 m/s þá birtist / og vindhraði í hviðum þar fyrir aftan með rauðri undirstrikun.  Örin segir til um vindátt, er yfirleitt svört en verður rauð ef vindhviður ná fyrrnefndu viðmiði.

Neðri línan segir til um samanlagða umferð í báðar áttir síðustu 10 mínútur og frá miðnætti.

Upplýsingar í þessum reitum eru yfirleitt 2 til 15 mínútna gamlar en geta orðið allt að 95 mínútna gamlar fyrir einstaka veðurstöðvar.  Ekki eru birtar eldri upplýsingar og reiturinn auður ef nýlegar upplýsingar eru ekki tiltækar.  Með því að smella á reitinn birtist heiti veðurstöðvarinnar, nákvæm tímasetning gagnanna og ýmsar frekari upplýsingar frá viðkomandi veðurstöð.
Greiðfært

Snjó- og íslaust yfirborð eða þegar a.m.k. annað hjólfar er autt á hverri akrein og snjór eða ís á öðrum hlutum vegarins er það lítill að vegfarendum stafar ekki hætta af.

Greiðfært yfirborð flokkast þannig:

Þurrt Yfirborð akbrautar er þurrt og snjó- og íslaust.
Rakt Yfirborð akbrautar er dökkt af raka, en íslaust. Að öllu jöfnu þornar vegurinn fljótlega eftir að rigningu lýkur eða eftir söltun. Ekki úðast undan hjólum ökutækis.
Blautt Vatn safnast í polla á vegyfirborði og vatn úðast undan hjólum ökutækis þótt ekki rigni.
Mjög
blautt
Yfirborð akbrautar er mjög blautt og lækir eða pollar myndast í hjólförum og lægðum í vegyfirborði og verulega hætta er á að ökutæki "fljóti" á veginum þegar ekið er greitt.
Hálkublettir

halkublettir

Vegyfirborð hulið ís eða þjöppuðum snjó á allt að 20% af lengd vegarkaflans.

Hált

Vegyfirborð hulið þurrum ís eða snjó á meira en 20 % af lengd vegarkaflans. Viðnámsstuðull lægri en 0,25.

Flughált

Ísing (glæra) eða vegyfirborð hulið blautum ís eða blautum þjöppuðum snjó á meira en 20 % af lengd vegarkaflans. Viðnámsstuðull lægri en 0,15.

Krap/snjóþekja

Krap: Vegyfirborð þakið af vatnsmettuðum snjó með þykkt allt að 10 sm.
Snjóþekja: Vegyfirborð þakið að hluta eða að öllu leyti með allt að 10 sm lausum eða lítið þjöppuðum snjó.

Þæfingur

Vegyfirborð þakið að hluta eða öllu leyti með 10-20 sm lausu eða lítið þjöppuðum snjó og/eða stökum minni háttar sköflum og færð þannig að ekki telst öruggt færi nema fyrir vel búnar fólksbifreiðar með drif á öllum hjólum.

Þungfært

Vegyfirborð þakið af snjó með þykkt meiri en 20 sm og/eða stökum sköflum og færð þannig að ekki telst öruggt færi nema fyrir jeppa og stærri ökutæki.

Ófært

Ófært flokkast þannig:

Snjóþyngsli Snjóþyngsli það mikil að ekki telst fært fyrir almenn ökutæki.
Jeppaslóð Vegyfirborð þakið af snjó með þykkt meiri en 30 sm og /eða stærri stökum sköflum og færð þannig að ekki telst öruggt færi nema fyrir vel búna jeppa og þar sem ekið er að hluta í slóðum eða á ruðningum.  Ekki fylgst með ástandi að vetrarlagi.  Við fyrstu snjóa er vegurinn settur sem ófær.
Annað Vegur er ófær af öðrum ástæðum eins og skriðuföllum, vatnsflóðum o.þ.h.
Án vetrarþjónustu

Vegurinn er ekki í vetrarþjónustu.  Færð og ástand er ekki skoðað.

Færð óþekkt

Vegurinn er í vetrarþjónustu en ekki er vitað um færð og ástand á veginum utan reglubundins þjónustutíma vegarins.


Ásþungi/heildarþungi 10t og 7t/5t/2t: Takmörkun á þunga ökutækja (einkennt með ásþungamerki B18.xx)
Vegavinna: Vegavinna/brúarvinna á vegi eða kafla og þess eðlis að ástæða er til að vara vegfarendur við og hvetja til aðgæslu (einkennt með vegavinnumerki A17.11)
Ósléttur vegur: Vegur eða vegarkafli það ósléttur að ástæða er til að vara vegfarendur við (einkennt með öldumerki A20.11)
Steinkast: Yfirborð vegar eða vegarkafla með lausri möl og hætta á steinkasti (einkennt með steinkastmerki A22.11)
Allur akstur bannaður: Vegi eða vegkafla lokað fyrir allri umferð ökutækja m.a. til að verja hann skemmdum (einkennt með merkinu allur akstur bannaður B01.11)
Lokað: Vegi eða vegkafla lokað fyrir allri umferð á þessum stað, fyrir aðra hluta leiðarinnar vísast í skýringar á færð og aðstæðum.
Óveður: Vindhraði 19 m/sek (hvassviðri, 37 hnútar) eða meiri eða vindhviður eru meiri en 26 m/sek (51 hnútur).
Snjókoma: Snjókoma það mikil að vegsýn er skert að einhverju leyti og/eða hætta er á að færð geti þyngst á næstu klukkustundum.
Skafrenningur: Laus snjór og vindhraði meiri en 11 m/sek (kaldi, 18 hnútar) og snjófok það mikið að vegsýn er að einhverju leyti skert og/eða hætta er á að færð geti þyngst á næstu klukkustundum.
Stórhríð: Vindhraði 16 m/sek eða meiri (allhvass, 30 hnútar) og ofankoma, erfitt ferðaveður og mikil hætta á að færð geti þyngst á skömmum tíma.
Éljagangur: Talsverð ofankoma og fjúk getur verið í éljunum en á milli er mun bjartara veður og betra skyggni.
Þoka: Dimm þoka með það skertri vegsýn að m.t.t. umferðaröryggis er talin ástæða til að vara ökumenn við.
Mokstur/hálkuvörn: Unnið að mokstri.
Fært fjallabílum: Þessi skráning er eingöngu notuð þegar búið er að opna fjallvegi og hliðstæða vegi (t.d. Sprengisandsleið, veg í Laka o.s.frv.) og þá fyrir þær leiðir þar sem ekki er talið ráðlegt að fara um á fólksbílum.
Ekki vitað: Ekki vitað um færð.
Sandfok/sandbylur: Verulega skert skyggni, hætta á skemmdum á ökutækjum.