Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 9.2.2019

9.2.2019 9:26

Lokanir:

Flateyrarvegur er lokaður vegna Snjóflóðs sem féll á veginn.
Vegurinn um Mývatns- og Möðrudalsöræfi er lokaður.Færð á vegum 


Suðvesturland: Víðast hvar greiðfært en hálkublettir á nokkrum vegum. Hálkublettir og skafrenningur er á Mosfellsheiði en hvasst er á Kjalarnesi. 

Vesturland: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja og víða skafrenningur. Þæfingur er á víða á Snæfellsnesi en lokað er yfir Fróðárheiði. Mjög hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi og má búast við lélegu skyggni.

Vestfirðir: Hálka eða þæfingur á flestum vegum og éljagangur eða skafrenningur víða. Þungfært er yfir Steingrímsfjarðarheiði, á Þröskuldum, yfir Vatnsfjarðarháls og á Ströndum.  Ófært er yfir Klettsháls, einnig milli Þröskulda og Reykhólavegar og yfir Bjarnarfjarðarháls. Flateyrarvegur er lokaður vegna snjóflóðs.

Norðurland: Víðast hálka eða snjóþekja og mjög víða skafrenningur. Ófært er á Þverárfjalli, um Víkurskarð og Almenninga.

Norðausturland: Snjóþekja eða hálka víðast hvar og skafrenningur. Þæfingsfærð er á Fljótsheiði og þungfært kringum Vopnafjörð og yfir Sandvíkurheiði. Ófært er á Hólasandi en lokað er um Mývatns- og Möðrudalsöræfi.

Austurland: Snjóþekja, þæfingur eða jafnvel þungfært er nokkuð víða. Ófært er mjög víða; yfir Fjarðarheiði, á Jökuldal, í Skriðdal, Hróarstungu og á Vatnsskarði eystra.

Suðausturland: Hálkublettir og víða all hvasst.

Suðurland: Þjóðvegur 1 er nokkuð greiðfær en sumstaðar er nokkur hálka eða hálkublettir á öðrum vegum. Þungfært er á Lyngdalsheiði. 

Ábending um hálkuvarnir

Kalt veður með stífri norðanátt hefur mótað aðstæður á vegum þannig að hálkuvörn binst illa við yfirborð vegar. Hluti hálkuvarnarefnis fýkur af við dreifingu og öðrum hluta feykir umferð burt. Yfirborð vegar getur því orðið  hált áfram þrátt fyrir hálkuvarnir.

Framkvæmdir á Suðurlandsvegi

Vegna vinnu við að breikkun Hringvegar er hámarkshraði takmarkaður við 70 km/klst á um 3 km kafla frá Hveragerði austur að Kotstrandarkirkju. Á afmörkuðum köflum við Varmá og austur fyrir gatnamót að Ölfusborgum er hámarkshraði takmarkaður við 50 km/klst. Einnig á vestri enda Hvammsvegar við vegamótin að Hringvegi. Framúrakstur er bannaður á framkvæmdasvæðinu. Áætluð verklok eru 1. mars nk.

Vaðlaheiðargöng

Leiðbeiningar um verð og greiðsluleiðir er að finna á vefnum https://www.veggjald.is/