Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-026
Útgáfudagur:01/04/2008
Útgáfa:1.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
Vegir 6.0 Áhrif landsins á vind

Almennt séð fer vindur vaxandi með hæð. Hér horfum við framhjá ýmsu því sem hefur áhrif á viðnám niður við jörð og lítum eingöngu til þess að hvað marki grunnvindurinn eykst eftir því hærra er farið. Fjöll hérlendis skaga þannig upp í það svæði lofthjúpsins þar sem meiri vindur ríkir en á láglendi. Vindurinn nær oftast hámarki í um 8.000 m. hæð, en annað vindahámark kemur oft fram í um 1.000 til 1.500 metra hæð þar sem viðnámslagi lofthjúpsins sleppir. Kortin á mynd 20 sýna vind í um 500 m.hæð og það til hægri í um 1.400 m.hæð dag einn snemma hausts í þann mund sem nokkuð djúp lægð var að fara yfir landið. Almennt séð vex vindurinn þarna á milli og hann snýr sér einnig meira til suðvesturs eftir því sem ofar dregur. Vindörin næst Ölfusi gefur þannig til kynna SSA 17 m/s í 500 m.hæð, en SSV 25 m/s í 1.400 m.hæð.


Mynd 20
Vindur í 500 m. hæð (t.v.) og í 1.400 m hæð (t.h.). 3. september 2007 kl. 18. Spákort fengið af vefsvæði Veðurstofu Íslands.

Til eru undantekningar frá þeirri almennu reglu að vindur vaxi með hæð. Þær helstu eru:

    • Í hægri og kaldri norðanátt
    • Þegar víðáttumikið háþrýstisvæði er yfir eða mjög nærri landinu
    • Í hafgolu að sumarlagi

Show details for 6.1 Fjöll og dalir6.1 Fjöll og dalir
Show details for 6.2 Fjöll sem þröskuldur6.2 Fjöll sem þröskuldur
Show details for 6.3 Staðhættir þar sem vindur nær sér vel upp6.3 Staðhættir þar sem vindur nær sér vel upp
Show details for 6.4 Vindhviður og hviðustuðlar6.4 Vindhviður og hviðustuðlar