Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-026
Útgáfudagur:01/04/2008
Útgáfa:1.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
Vegir 5.0 Nærviðri og áhrif landslags á hitastig og rakann í loftinu

Veður eins og við þekkjum það á sér stað í tíma og rúmi á mislöngum kvarða eins og sést í töflu 2. Gefin eru dæmi um veðurfyrirbæri af hverjum kvarða fyrir sig og það í umhverfinu sem hefur mótandi áhrif, sérstaklega hér á landi.

Tafla 2
Kvarði
Veðurfyrirbæri
Áhrifavaldar
Líftími
Stórkvarði
Brautir og far lægða og helstu veðurkerfa.
Samspil ólíkra loftmassa, meginlanda og heimshafa.
2-7 dagar
Miðkvarði
Úrkomubakkar, hafgola, hnjúkaþeyr, dægursveifla hitans.
Ísland er eyja úti í hafi. Fjalllendi landsins. Sólargangur.
klst - dagur
Staðkvarði
Éljaveður, breytilegur lofthiti á landsvæði, byljóttur vindur undir fjalli eða þoka á heiði.
Tiltekið fjall, dalur, strandsvæði borg eða sveit.
mínútur - klst
Nærkvarði
Flökt á vindstyrk/stefnu, hálkublettur myndast eða ásýnd skafrennings.
Vegur fer yfir hæð, eða brú. Stakt tré, eða bygging.
sekúndur

Veður á staðkvarða (localscale) og nærkvarða (microscale) hefur mesta þýðingu fyrir öryggi umferðar og þjónustu vega.

Veður á stað- og nærkvarða:

    • tekur örum breytingum,
    • mótast mjög af landslaginu umhverfis,
    • er næmt fyrir orku- og rakaflæði milli lofts og yfirborðs.

Show details for 5.1 Kuldapollar og landslag5.1 Kuldapollar og landslag
Show details for 5.2 Raki berst frá ám og vötnum eða frá sjó5.2 Raki berst frá ám og vötnum eða frá sjó
Show details for 5.3 Áhrif þéttbýlis5.3 Áhrif þéttbýlis
Show details for 5.4 Hitafall með hæð5.4 Hitafall með hæð