Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-649
Útgáfudagur:07/11/2013
Útgáfa:3.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
E E02 Almenn þjónusta og ábendingar - Þjónusta

E02.11 Upplýsingar
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta er notað til að vísa á stað þar sem ferðamönnum eru veittar upplýsingar með upplýsingatöflum e.þ.h.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:

Merkið vísar einnig á stað þar sem ferðamönnum eru m.a. veittar svæðisbundnar upplýsingar um ferðaþjónustu.
E02.12 Upplýsingaskrifstofa
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta er notað til að vísa á stað þar sem ferðamönnum eru veittar upplýsingar á skrifstofu.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Merkið er notað til að beina ferðamönnum á skrifstofur sem veita þeim upplýsingar.

E02.15 Samnýting ökutækja

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á upplýsingatöflu sem kynnir möguleika á samnýtingu ökutækja sem ferðamáta.


E02.21 Almenningssími
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á almenningssíma þar sem aðstæður gera slíkt æskilegt, t.d. í strjálbýli.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Síminn skal vera aðgengilegur allan sólarhringinn.

E02.31 Almenningssalerni
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á stað þar sem er almenningssalerni.

E02.32 Þurrsalerni (kamar)
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á stað þar sem er þurrsalerni eða kamar fyrir ferðafólk.

E02.35 Losun skolptanka
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á stað þar sem hægt er að losa skolptanka bifreiða og hjólhýsa.

E02.71 Sorpílát
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á stað þar sem eru sorpílát.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Ekki er gert ráð fyrir að þetta merki sé sett upp við þjóðvegi.

E02.72 Sorpgámar
Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta vísar á stall þar sem eru sorpgámar.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Sorpgámar skulu vera utan vegsvæðis og vegtenging við þjóðveg er háð samþykki Vegagerðarinnar.