Leiðbeiningar og staðlar vegna vetrarþjónustu

Ending hálkuvarnarefna á vegi


Umferð og fjöldi bíla á tímaeiningu getur haft afgerandi áhrif á virkni mismunandi hálkuvarnarefna:
  • Hreinn sandur getur fokið undan umferð eða troðist niður í snjó og misst þannig virkni.
  • Saltblandaður sandur binst betur við troðinn snjó og ís og virkar betur og lengur en hreinn sandur. Varast ber að blanda of miklu salti í sand.
  • Pækill þarf a.m.k. 30 bíla á klst til þess að koma í veg fyrir hættu á að endurfrjósa og mynda hálku í miklu frosti.
  • Þurru salti er mjög hætt við að fjúka undan dreifibílum og almennri umferð og ná aldrei virkni.
  • Forbleytt salt virkar best við flest hálkuskilyrði.
    Mynd af áhrifum umferðar á hálkuvarnir með sandi og saltblönduðum sandi á þjappaðan snjó og þykk svellalög: