Fréttir
  • Umferð á Vesturlandsvegi.
  • Forsíða skýrslunnar sem unnin var fyrir Rannsóknasjóð Vegagerðarinnar.

Verkefni Rannsóknasjóðs ratar í fjölmiðla

Áhrif hraða á mengun vegna umferðar

14.4.2021

Mikil umræða hefur skapast í fjölmiðlum og víðar um niðurstöður rannsóknarverkefnisins „Áhrif hraða á mengun vegna umferðar“. Þar kemur meðal annars fram að lækkun hámarkshraða yfir leyfilegt nagladekkjatímabil í Reykjavík, gæti dregið verulega úr tilurð svifryks og um leið sliti gatna.

Rannsóknarverkefnið var unnið af Þresti Þorsteinssyni prófessor í umhverfis- og auðlindafræði fyrir styrk úr Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar á tímabilinu 2020-2021.

Skýrsluna má nálgast á heimsíðu Vegagerðarinnar.

Rannsókna- og þróunarstarf hefur ávallt verið þáttur í starfsemi Vegagerðarinnar. Árlega veitir Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar styrki til rannsóknaverkefna sem samkvæmt vegalögum á að vera 1,5% af mörkuðum tekjum stofnunarinnar. Í ár var úthlutað 150 milljónir króna í rannsóknir tengdum mannvirkjagerð, umferð, umhverfi og samfélagi. Listi yfir rannsóknarverkefni styrkt síðustu ár má finna í meðfylgjandi krækju.

Listi yfir rannsóknaverkefni Vegagerðarinnar