Fréttir
  • Hófaskarðsleið 2010
  • Vopnafjarðarheiði 2009
  • Í Kömbum 2018
  • Bræðratunguvegur 2009
  • Svínahraun og Sandskeið 2018
  • Bræðratunguvegur 2009

Kostnaðaráætlanir Vegagerðarinnar standast að jafnaði vel

Í hefðbundnum verkefnum í áratug skeikar aðeins 7 prósentum

13.11.2018

Að jafnaði hafa stór verk Vegagerðarinnar undanfarin áratug aðeins farið 7 prósent framúr kostnaðaráætlun hefðbundinna verkefna í vegagerð. Í jarðgangaverkum er kostnaðurinn tæp 109 prósent af kostnaðaráætlun að meðaltali. Áætlanir standast því að jafnaði nokkuð vel og fara einungis 7-9 prósent yfir áætlun, oft af eðlilegum ástæðum er snúa að óhjákvæmilegri óvissu. 

Í töflunni sem fylgir fréttinni má sjá yfirlit yfir 23 verk sem hafa verið unnin á síðustu tíu árum eða svo, hver verkin eru, hver kostnaðaráætlunin var fyrir útboð, hver kostnaðurinn í raun varð, hlutfallið þar á milli og síðan hvenær verkin voru unnin. Einnig sést í töflunni að ef krónutala verkefna í vegagerð er lögð saman skeikar í heild einungis þremur prósentum, en heldur meira í jarðgangaverkefnum eða um 10 prósentum.

Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um framúrkeyrslu kostnaðar í  opinberum framkvæmdum.  Eðli málsins samkvæmt kemur það illa við bæði stjórnvöld og almenning þegar fyrirsjáanleiki virðist ekki vera til staðar við kostnaðaráætlanir stórra og fjárfrekra framkvæmda

Frávikin í einstökum verkum Vegagerðarinnar eru allt frá 70% til 145% af kostnaðaráætlun.  Á tímabilinu reyndust 7 verk undir áætlun og 16 verk yfir áætlun og flest verkin voru innan við 10% yfir áætlun. Þetta verður að teljast nokkuð góður árangur.

Vegagerðin leggur mikið upp úr vönduðum og raunhæfum kostnaðaráætlunum og lítur á þær sem mikilvægt tæki við mat á verkefnum og forgangsröðun þeirra. Vandaðar áætlanir byggja á öguðum vinnubrögðum starfsmanna og verktaka sem að verkunum koma.  Áætlanir eru gjarnan unnar í nokkrum skrefum eftir því hvar verkhugmyndir eru staddar og hversu miklu menn vilja kosta til. Áður en  verk eru boðin út liggur síðan fyrir lokaúrvinnsla áætlanagerðar svokölluð verkhönnun þar sem búið er að taka tillit til sem flestra þátta sem máli skipta við framkvæmd verksins.

Óvissan sem tekist er á við í vega og gangagerð snýr mjög oft að jarðfræðinni og öryggi þeirra upplýsinga sem hægt er að afla um áhrif þeirra þátta á verkferilinn. Sama á við varðandi verkefni siglingasviðs Vegagerðarinnar. Í vegagerðinni snýr þetta gjarnan að gæðum, magni og aðgengi að jarðefnum sem nauðsynleg eru til vegagerðarinnar. Jarðefnin geta reynst óhentug og ónóg. Við gangagerð er áhættan alltaf mikil en þrátt fyrir miklar prófanir í aðdraganda slíkra framkvæmda er aldrei hægt að sjá fyrir með óyggjandi hætti hvað kemur í ljós þegar komið er inn í iður fjalla. Berglög geta reynst misjafnlega föst í sér og heilu vatnsæðarnar geta opnast sem ekki reyndist mögulegt að kortleggja í prufuborunum.

Almenn staða á markaði hefur vissulega einnig áhrif á það hvernig tilboð berast við útboðum s.s. samkeppni milli verktaka, framboð verkefna og almennt efnahagsástand og stöðugleiki eða óvissa á þeim vettvangi.

Eins og að framan greinir er vönduð verk og kostnaðaráætlun forsenda vandaðra vinnubragða við framkvæmd stórra verka, þó ber að hafa í huga að eftir sem áður er áætlun eftir orðanna hljóðan áætlun en ekki niðurstaða verks.  Áætlunin þarf því að vera raunhæf en um leið krefjandi þannig  að umsjónaraðilar sjái sig knúna til þess að leita hagkvæmari leiða  og efla skilvirkni. Þess ber einnig að geta að aðstæður geta breyst á framkvæmdatímanum. Sem dæmi má nefna gerð Norðfjarðarganga. Á verktímanum varð ljóst að reglur varðandi öryggi ganga væru að taka breytingum. Þess vegna var ráðist í viðbætur við verkið með gerð nýrra neyðarrýma en mun kostnaðarsamara hefði verið að ráðast í gerð þeirra eftir að verkinu var lokið.

Vegagerðin telur sig geta vel við unað þó alltaf megi gera betur.  Við munum áfram reyna að gera sem raunhæfastar kostnaðaráætlanir og leggja okkur fram um að standast þær. 



Vegur Kafli  Kostnaðar-
áætlun 
verðlag 2016  m.kr.
Kostnaður

verðlag 2016  m.kr.
Hlutfall 

%

Ár 
 Hringvegur (1) Hveragerði -
Hamragilsvegur
 2.095 2.107  100,6 2013-2016 

 Hringvegur (1)

Draugahlíð -
Fossvellir 
 1.312 1.404  107,0  2010-2012 

 Hringvegur (1)

Múlakvísl   997 1.070  107,3 2012-2014

Reykjanesbraut (41) 

Gatnamót við
Arnarnesveg 
 1.632 1.643 100,7 2007-2009

Reykjanesbraut (41) 

Gatnamót við
Vífilsstaðaveg 
 1.075 1.372  127,6  2008-2009 

Vestfjarðavegur (60)

Eiði - Kjálkafjörður   3.387 3.745  110,6  2012-2015 

Vestfjarðavegur (60)

Kjálkafjörður -
Vatnsfjörður 
 849 928  109,3  2009-2011 

Norðausturvegur (85)

Hófaskarðsleið 2.665 2.315  86,9  2007-2010

Norðausturvegur (85)

Vopnafjörður -
Brunahvammsháls 
3.052  2.850  93,4  2008-2013 
Landeyjahafnarvegur (254)  Hringvegur -
Landeyjahöfn 
1.019  1.004  98,5  2008-2010 
Bræðratunguvegur (359)  Um Hvítá  2.010  1.327  66,0  2009-2012 
Lyngdalsheiðarvegur (365)  Laugarvatnsvegur -
Þingvallavegur 
1.309  1.736  132,6  2008-2011 
Arnarnesvegur (411)  Reykjanesbraut -
Fífuhvammsvegur 
865  1.233  142,5  2015-2016 
Álftanesvegur (415)  Hafnarfjarðarvegur
Bessastaðavegur 
943 

1.034 

109,7  2013-2016 
Suðurstrandarvegur (427)   Tveir áfangar 2.575  2.452  95,2  2008-2012 
Tröllatunguvegur (605) 
Þröskuldar
Vestfjarðavegur -
Djúpvegur 
2.136  2.309  108,1  2007-2010 
Strandavegur (643)  Djúpvegur -
Drangsvegur 
700  793  113,3  2008-2013 
Dettifossvegur (862)  Hringvegur -
Dettifossvegur vestri 
1.213  1.426  117,6  2008-2011 
  Samtals:   29.834 30.748  107,0%  Meðaltal 
      27.733/26.919  103,1%  
Jarðgöng          
Bolungarvíkurgöng Djúpvegur (61)   8.662 8.072  93,2  2008-2010 
Héðinsfjarðargöng Siglufjarðarvegur (76)  13.998  17.191  122,8  2006-2010 
Norðfjarðargöng  Norðfjarðarvegur (92)  12.069  13.909  115,2  2013-2017 
Fáskrúðsfjarðargöng  Suðurfjarðarvegur (96)   8.425 8.021  95,2  2003-2005 
Bökkugarður-Bakki  Bakkavegur Húsavík  3.253  3.786  116,4  2014-2017 
   Samtals:  46.407 50.979  108,6%  Meðaltal 
      50.979/46.407  109,9%