Fréttir
  • Umferðin hlutfallsleg breyting
  • Umferðin uppsafnað
  • Umferðin með spá út árið
  • Covid daglegur munur vika 15
  • Covid umferðin það sem af er ári 12.04.2021
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin eftir vikudögum

Umferðin í mars á höfuðborgarsvæðinu mun meiri en í fyrra

umferðin er þó minni en hún var árið 2019

12.4.2021

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í mars var miklu meiri en hún var í sama mánuði fyrir ári síðan, eða nærri 25 prósentum meiri. En hinsvegar rúmu prósenti minni en árið 2019. Heldur meiri takmarkanir voru í gangi stærstan hluta mars í fyrra en í ár. Draga má þá ályktun að Íslendingar séu farnir að aðlagast ástandinu og umferðin taki mið af því, meiri en í byrjun faraldurs en heldur minni en fyrir hann.

Milli mánaða
Umferðin í mars reyndist tæpum fjórðungi meiri en hún var í mars á síðasta ári.  Ástæðan er auðvitað sú að á síðasta ári geisaði fyrsta bylgja Covid-faraldursins en í nýliðnum mars voru fjöldatakmarkanir, vegna faraldursins, mun vægari mest allan mánuðinn.  Ef umferðin í mars er hins vegar borin saman við umferðina árið 2019 reyndist hún 1,1% minni.

Ef aftur er miðað við síðasta ár og skoðaður er hver talningastaður þá virðist sem að umferðin hafi aukist um næstum því sama hlutfall á öllum stöðum eða frá 24,0% (á Vesturlandsvegi) til 25,3% (Reykjanesbraut).

Frá ármótum
Nú hefur umferðin aukist um 4,9% frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári.  Ef hins vegar aftur er horft er til ársins 2019 hefur orðið 3,4% samdráttur.

Umferð eftir vikudögum
Umferð vikudaga er svipuð og í sama mánuði árið 2019 en miðað við síðasta ár þá jókst hún mest á sunnudögum eða um tæp 30% en minnst á fimmtudögum eða um tæp 17%. Athugið að mismunandi dagsetningar páska hafa áhrif.

Ef horft er til einstakra vikna, eins og Vegagerðin hefur verið að gera með hléum núna í ár (talið var raunsærra að miða hlutfallslegar breytingar við árið 2019) kemur í ljós að umferðin í síðustu viku, eða viku 15 frá áramótum, reyndist tæplega 20% minni en sömu viku árið 2019.  Þegar horft er á umferðartölurnar sjálfar má hins vegar sjá að einkenni vikuumferðar svipar til einkenna síðasta árs nema núna í ár er umferðin heldur meiri og í raun ekki svo fjarri umferðinni árið 2019, í viku 16.  Þetta er svolítið athyglisvert því að nú um stundir eru í gangi svipaðar eða heldur harðari sóttvarnaraðgerðir en á sama tíma á síðasta ári.  Það mætti því draga þá ályktun að við höfum lagað okkur svolítið að þessu ástandi.  Það verður athyglisvert að fylgjast með framhaldinu, þ.e.a.s. hvort um tilviljun sé að ræða eða raunverulega stöðu.  Slíkar upplýsingar gætu varpað ljósi á stöðu hagkerfisins í rauntíma.

Horfur út árið
Nú ríkir mikil óvissa um framhaldið og því vandi að spá, en haldist einkenni umferðar líkt og í meðalári þá má búast við aukningu í kringum 10%. 
Yrði það raunin væri umferðin samt rúmlega 2% minni en hún var árið 2019.