Fréttir
  • Umferðin hlutfallsleg breyting
  • Umferðin uppsafnað
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir vikudögum

Umferðin á Hringvegi eykst í janúar

næstumferðamesti janúar til þessa 

3.2.2021

Umferðin á Hringvegi í janúar jókst um tæp þrjú prósent en í janúar í fyrra hafi umferðin dregist töluvert mikið saman. Athyglisvert er að umferðin eykst þrátt fyrir gríðarlega fækkun ferðamanna og áhrifa sóttvarnarreglna sem ekki gætti fyrir ári síðan. Umferðin nú í janúar er sú næstmesta síðan þessar mælingar hófust.

Milli mánaða:
Umferðin, yfir 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi, jókst um 2,7% í nýliðnum janúar miðað við sama mánuð árið 2020, en umferðin á síðasta ári dróst saman um 6,4% miðað við árið 2019.  Umferðin í nýliðnum janúar var því sú næst mesta, sem mælst hefur í janúar, en aðeins árið 2019 hefur mælst meiri umferð í janúar á Hringvegi. 

Rétt er þó að hafa í huga að samanburður milli vetrarmánaða er snúnari þar sem miserfið vetrarveður geta haft töluverð áhrif á umferðina. Einnig þarf að hafa í huga að umferð ferðamanna er sáralítil miðað við undanfarin ár.

Þegar er horft er til svæða þá eykst umferðin í tveimur svæðum af fimm eða í grennd við höfuðborgarsvæðið (6,0%)  og um Vesturland (3,6%).  Samdráttur var á öðrum svæðum og mestur um Austurland eða 13,5%.

Þegar nánar er rýnt í tölur sést að umferð eykst aðeins á 6 talningarstöðum af 16 og mest yfir talningasnið á Geithálsi eða um rúmlega 12%.  Mestur samdráttur mælisniða varð á Hringvegi við Hvalsnes í Lóni eða 27,6%.

Samanburðartafla






Umferð eftir vikudögum:
Umferð reyndist mest á fimmtu- og föstudögum en minnst á laugardögum.  Hlutfallslega jókst umferð mest á sunnudögum eða 12,1% en dróst hins vegar mest saman á föstudögum eða 11,6%.