Fréttir
  • Umferðarþing auglýsing

Umferðarþing 2018

áhersla á umferðaröryggi

28.9.2018

Áhersla verður lögð á umferðaröryggi á Íslandi, sérstaklega með tilliti til vaxandi fjölda erlendra ferðamanna, á umferðarþingi sem haldið verður 5. október að Grand hóteli Reykjavík.

Það er Samgöngustofa sem heldur þingið í samstarfi við Landsbjörg (Safetravel), Vegagerðina, Ferðamálastofu, Íslandsstofu, SAF og lögregluna.

Hér má finna dagskrá þingsins.
Hér fer skráningin fram.

Eitt af því sem rætt verður er framtíðin. Hvernig getum við nýtt okkur nýjustu tækni og stafrænar lausnir til þess að leiða ökumenn á öruggan hátt um landið okkar? Hvaða þýðingu hefur virk öryggismenning fyrir ferðaþjónustuaðila og hvernig byggjum við hana upp? Hvernig getum við komið upplýsingum um vegakerfið, færð og veður til ökumanna á árangursríkan hátt? Einn þeirra sem velta fyrir sér þessum spurningum er Einar Pálsson sem er forstöðumaður þjónustudeildar Vegagerðarinnar.