Fréttir
  • Á Kjalarnesi

Morgunverðarfundur Vegagerðarinnar: Umferðaröryggi á þjóðvegum

verður haldinn þann 19. febrúar

13.2.2019

Vegagerðin heldur þann 19. febrúar nk. morgunverðarfund um umferðaröryggi á þjóðvegum landsins. Fjallað verður um þetta mikilvæga málefni af starfsmönnum Vegagerðarinnar og fulltrúum frá ferðaþjónustunni og flutningsaðilum. Allir velkomnir.

Fundurinn verður haldinn á Hotel Hilton Nordica við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Skráning og morgunverður frá kl. 08:00 en síðan verða flutt fjögur erindi og hefst sá hluti kl. 08:30, reiknað er með að fundi ljúki um kl. 10:00. Fundurinn verður í sal FG á annari hæð.

Dagskrá:

Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar Vegagerðarinnar

Einar Pálsson, forstöðumaður þjónustudeildar Vegagerðarinnar

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar

Hörður Gunnarsson, forstjóri Olíudreifingar fyrir flutningasvið Samtaka verslunar og þjónustu.

Umræður og fyrirspurnir

Allir eru velkomnir en þurfa að skrá sig hér. Fundargjald er 2500 kr og er morgunverðurinn innifalinn.

Skráning á morgunverðarfund