Fréttir
  • Krýsvíkur - Hvassahraun yfirlitsmynd

Tvöföldun Reykjanesbrautar (41). Tillaga að matsáætlun Krýsuvíkurvegur - Hvassahraun.

1.12.2020

Tillaga að matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum vegna breikkunar Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, frá Krýsuvíkurvegi að enda fjögurra akreina brautarinnar á Hrauni vestan Straumsvíkur í Hafnarfirði hefur verið send Skipulagsstofnun sem hefur hana í umsagnar- og ákvörðunarferli.

Um fyrirhugaða framkvæmd: Lengd vegkaflans er um 5,6 km og er þetta eini kaflinn á Reykjanesbraut, frá Ásbraut í Hafnarfirði að Njarðvík, sem ekki hefur verið breikkaður. Í verkefninu eru settar fram tillögur að einum mislægum vegamótum við Rauðamel sem og tillögur að staðsetningu undirganga fyrir gangandi/hjólandi. Þá verða settar fram tillögur að vegtengingu að Straumi og vegtengingu að skólphreinsistöð austan Straumsvíkur. Sunnan vegamótanna við ISAL er gert ráð fyrir hringtorgi og nýrri vegtengingu við Álhellu til suðurs. Í eldri frumdrögum frá 2012 um breikkun Reykjanesbrautar (41-15) voru fleiri tillögur settar fram en þær eiga ekki lengur við (Mannvit, 2020). Vegagerðin er framkvæmdaaðili verkefnisins.

Sjá skýrsluna hér á heimasíðunni.