Fréttir
  • Covid daglegur munur vika 7
  • Covid umferðin það sem af er ári 15.02.2021

Svipuð umferð á höfuðborgarsvæðinu i síðustu viku

Umferðin eykst hlutfallslega en færri bílar eigi að síður

15.2.2021

Umferðin í síðustu viku á höfuðborgarsvæðinu reyndist 2,6 prósentum meiri en í sömu viku í fyrra, aukningin er hlutfallsleg og markast af því að fyrir ári var óvenju lítil umferð þá vikuna. Umferðin í síðustu viku er minni en í vikunni á undan, þ.e.a.s. fyrir tveimur vikum.

Eins og við mátti búast, og um var rætt í síðustu frétt af þessum meiði, þá jókst umferðin í viku 7 borið saman við sömu viku á síðasta ári - en aukningin nam 2,6%.  Aðeins snið á Hafnarfjarðarvegi sýndi samdrátt en hin tvö sýndu aukningu.  Í næstu viku (8) má hins vegar búast við samdrætti þegar horft er til síðasta árs.

Ef hins vegar vikur 6 og 7, innan nýja ársins, eru bornar saman þá dróst umferðin saman um 1,4% milli vikna.

Hlutfallslegur munur, milli ára, eftir sniðum:

Hafnarfjarðarvegur við Kópavogslæk     -3,4%
Reykjanesbraut við Dalveg Kópavogi       6,0%
Vesturlandsvegur ofan Ártúnsbrekku      7,0%