Fréttir
  • Áningarstaður við Ljósavatn

Sumarið alveg að koma

unnið við áningarstaði

2.6.2016

Í dag 2. júní eru vegagerðarmenn sem sinntu viðhaldi og umhirðu á áningarstað við Ljósavatn, ánægðir með útivinnuna sína. Líkt og sjá má á myndunum sem fylgja þá skartaði Norðurland sínu fegursta, bæði landfræðilega og veðurfræðilega.

Umræða um salernismál hefur verið mikil að undanförnu, sjá frétt okkar þar um hér . En hvað sem þeim málum líður þá eru ferðamennirnir okkar, erlendir og innlendir, yfirleitt ánægðir með áningarstaði Vegagerðarinnar, a.m.k. ef tekin er mið af notkun þeirra sem eykst ár frá ári. Staðirnir er fjölmargir á landinu öllu en mis mikið í þá lagt, en oft þó á stöðum þar sem útsýni er fagurt og mikið. Hér má sjá kort með áningarstöðunum. 

Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag við reglubundnar lagfæringar og viðhald á áningarstaðnum við Ljósavatn.

Áningarstaður við Ljósavatn









Áningarstaður við Ljósavatn






Áningarstaður við Ljósavatn





Áningarstaður við Ljósavatn